— Morgunblaðið/Árni Sæberg

Framkvæmdir við þriðja áfanga Arnarnesvegar standa nú yfir en um er að ræða 1,9 km kafla á milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar. Byggja á akstursbrú yfir Breiðholtsbraut með aðskildum göngu- og hjólastíg. Bæta á tengingar við efri byggðir Kópavogs, bæta afköst á tengingu við Breiðholtsbraut og færa gegnumakstursumferð fjær íbúðabyggð. Tvö hringtorg verða á veginum. Kostnaður vegna þessa slagar hátt upp í 7 milljarða króna og eru verklok áætluð 2026.