Agnar Guðnason fæddist 13. febrúar 1927. Hann lést 10. júlí 2024.

Útför hans fór fram 23. júlí 2024.

Langflestir af eldri kynslóðinni minnast vinsæls þáttar sem var lengi fluttur í Ríkisútvarpinu: Spjallað við bændur. Agnar Guðnason ráðunautur Búnaðarfélagsins ferðaðist víða um land og tók bændur tali, ræddi við þá um búskap, ræktun og reynslu þeirra, árferði, heyskap, sauðburð, göngur og réttir að hausti svo eitthvað sé nefnt. Eftir því sem eg hefi komist næst þá var fyrsti þátturinn fluttur að morgni 22.11. 1963 eða sama dag og sá skelfilegi atburður gerðist vestur í Bandaríkjunum að Kennedy forseti var myrtur af einhverjum fólskulegum öflum. Þessir þættir Agnars nutu mikilla vinsælda meðal allra landsmanna meðan þeir voru enda höfðu þeir mikið fræðslugildi.

Agnar var upphafsmaður Bændaferða,

...