Aukin harka í mótmælum er engum málstað til framdráttar

Mikið hefur verið um mótmæli hér á landi undanfarna mánuði og það hefur haft áhrif á störf lögreglu. Þetta kom fram í viðtali við Margréti Kristínu Pálsdóttur, aðstoðarlögreglustjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í sunnudagsblaðinu um helgina.

Frá því að átökin hófust á Gasa hefur verið efnt til mótmæla í 60 skipti. Margrét Kristín sagði að aðeins tvisvar hefðu komið upp erfiðar aðstæður milli lögreglu og mótmælenda. Aukin harka hefði þó færst í aðferðir mótmælenda og lögregla þyrfti að bregðast við því, ekki aðeins til að tryggja öryggi ráðamanna, heldur einnig annarra, sem nýttu rétt sinn til mótmæla.

Til að manna vaktir hefði þurft að taka fólk úr öðrum deildum þvert á embættið. „Það er því ljóst að það hefur verið á kostnað þess að dagsdagleg verkefni hafa í einhverjum tilvikum þurft að víkja tímabundið sem er ekki gott

...