Árni Árnason fæddist 16. maí 1966 í Reykjavík. Hann lést 18. júlí 2024 á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.

Foreldrar Árna voru Gréta Hulda Hjartardóttir, f. 31.1. 1938, d. 25.5. 2019, frá Reykjavík og Árni Falur Ólafsson, f. 17.9. 1932, d. 15.6. 2018, frá Keflavík. Systkini Árna eru Hjörtur, f. 27.5. 1958, Ólafur, f. 27.5. 1958, og Guðbjörg Svanlaug, f. 12.2. 1962.

Árni gekk í Fossvogsskóla og síðan í Réttarholtsskóla. Eftir gagnfræðaskólann stundaði hann nám í Iðnskólanum í Reykjavík. Fljótlega hóf hann störf hjá Símanum og stundaði nám og vinnu sem símsmiður. Hann lauk námi sem sveinn í símsmíði haustið 1996.

Útför Árna fer fram frá Lindakirkju í dag, 30. júlí 2024, klukkan 13.

Kæri bróðir, það er komið að kveðjustund. Það

...