KR og KA gerðu dramatískt jafntefli, 2:2, í 16. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í Vesturbænum í gærkvöldi. Eftir leikinn eru liðin enn í áttunda og níunda sæti, KA í áttunda með 19 stig og KR í níunda með 15, þremur stigum fyrir ofan…
Ögurstund KR-ingurinn Finnur Tómas Pálmason stangar boltann í netið og jafnar metin fyrir Vesturbæjarliðið undir blálok leiksins gegn KA.
Ögurstund KR-ingurinn Finnur Tómas Pálmason stangar boltann í netið og jafnar metin fyrir Vesturbæjarliðið undir blálok leiksins gegn KA. — Morgunblaðið/Hákon Pálsson

Besta deildin

Jökull Þorkelsson

jokull@mbl.is

KR og KA gerðu dramatískt jafntefli, 2:2, í 16. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í Vesturbænum í gærkvöldi. Eftir leikinn eru liðin enn í áttunda og níunda sæti, KA í áttunda með 19 stig og KR í níunda með 15, þremur stigum fyrir ofan fallsæti og hefur KR ekki unnið neinn af sínum átta heimaleikjum á tímabilinu. Þá er KR einnig án sigurs í níu leikjum.

Benoný Breki Andrésson kom KR-ingum yfir í fyrri háfleik. Á 58. mínútu leiksins jafnaði Daníel Hafsteinsson metin fyrir KA og á 71. mínútu kom Viðar Örn Kjartansson KA-mönnum yfir með sínu fyrsta mark fyrir liðið eftir að hann kom í vor.

Finnur Tómas Pálmason jafnaði hins vegar metin á síðustu sekúndum leiksins með skallamarki.

...