Þingeysku listahjónin Elfar Logi Hannesson og Marsibil G. Kristjánsdóttir gáfu í sumar út barnabókina Matti – saga af drengnum með breiða nefið um bernsku Matthíasar Jochumssonar, prests og þjóðskálds
Kómedíuleikhúsið Hjónin Elfar og Marsibil fyrir utan leikhúsið sitt á Þingeyri. Leikhúsið var stofnað 1997 og er það fyrsta og eina á Vestfjörðum.
Kómedíuleikhúsið Hjónin Elfar og Marsibil fyrir utan leikhúsið sitt á Þingeyri. Leikhúsið var stofnað 1997 og er það fyrsta og eina á Vestfjörðum.

Herdís Tómasdóttir

herdis@mbl.is

Þingeysku listahjónin Elfar Logi Hannesson og Marsibil G. Kristjánsdóttir gáfu í sumar út barnabókina Matti – saga af drengnum með breiða nefið um bernsku Matthíasar Jochumssonar, prests og þjóðskálds.

Matthías ætti að vera kunnugur flestum landsmönnum en hann orti fjölda sálma og lofsöngva, þar á meðal íslenska þjóðsönginn Ó, guð vors lands og leikritið

...