Erla Hafdís Steingrímsdóttir fæddist 8. mars 1965. Hún lést 4. júlí 2024.

Útför hennar fór fram 18. júlí 2024.

Systradætur og á svipuðum aldri. Það var sannleikurinn um okkur Erlu. Flestar minningar mínar úr frumbernsku eru enda tengdar Erlu Hafdísi frænku minni. Eldrautt hárið, svo mikið að það var nærri því tækt í tagl, prýðir myndina af henni með foreldrum sínum þegar hún var nýfædd. Þau voru ung þegar Erla fæddist og eins og var algengt á þeim tímum varð amma aðalumönnunaraðilinn. Reikistjörnur utan um hana voru Púmma mamma hennar og Hrabba móðursystir. Því var Erla alin upp í örygginu í Dísardal þar sem amma sat og prjónaði eina lopapeysu á dag á milli þess sem hún reykti Chesterfield-sígarettur og bakaði sjónvarpsköku fyrir gesti og gangandi. Afi gerði leikfimi með útvarpinu og las fyrir okkur allt sem hugurinn girntist. Hann

...