Íbúar Súðavíkurhrepps eru almennt mótfallnir því að hefja sameiningarviðræður við annað sveitarfélag. Þann 21. júlí sl. var haldinn íbúafundur í Súðavíkurskóla þar sem umræður um sameiningarmál og stöðu sveitarfélagsins fóru fram
Íbúafundur Vel var mætt á íbúafund í Súðavíkurskóla nú í júlí miðað við árstíma. Um 40 manns mættu, sem er 23% af kosningabærum íbúum.
Íbúafundur Vel var mætt á íbúafund í Súðavíkurskóla nú í júlí miðað við árstíma. Um 40 manns mættu, sem er 23% af kosningabærum íbúum. — Ljósmynd/Súðavíkurhreppur

Sæþór Már Hinriksson

saethor@mbl.is

Íbúar Súðavíkurhrepps eru almennt mótfallnir því að hefja sameiningarviðræður við annað sveitarfélag. Þann 21. júlí sl. var haldinn íbúafundur í Súðavíkurskóla þar sem umræður um sameiningarmál og stöðu sveitarfélagsins fóru fram. „Fundurinn var vel sóttur miðað við árstíma,“ segir Bragi Þór Thoroddsen sveitarstjóri Súðavíkurhrepps í samtali við Morgunblaðið. Um 40 manns sóttu fundinn, sem er um 23% af kosningabærum íbúum sveitarfélagsins.

...