Verðbólga er ekki eingöngu vegna innlendrar ofnotkunar, heldur erum við að flytja inn verðbólgu í stórum stíl …
Bjarni Gunnarsson
Bjarni Gunnarsson

Bjarni Gunnarsson

Hvað eru hagfræðingar Seðlabankans að hugsa og hvað er Alþingi að hugsa?

Þessi spurning vaknaði hjá mér sem viðskipta- og hagfræðingi til 40 ára.

Að setja upp vaxtastefnu til að hafa áhrif á verðbólgu og til að kæla hagkerfið er alveg út úr korti. Það er ekki hægt að taka svona takmarkaða forsendu til að stýra hagkerfi á þennan hátt. Það eru miklu fleiri breytur sem þarf að taka tillit til.

Hagkerfið er blanda af mörgum breytum sem þurfa að finna samnefnara til að jafnan virki fyrir allt hagkerfið. T.d. hefur hringrás peninganna í kerfinu mikil áhrif á hvernig gengur í hagkerfinu. Ef mikið innstreymi er þá er mikil þensla og ef lítið innstreymi þá er lítil þensla. Þarna hafa bankarnir mikil áhrif á gang mála, miklu meira en

...