„Við erum með lágmarksþjónustu sem endurspeglar stærð sveitarfélagsins og við erum að standa okkur vel í þessum málum,“ segir Bragi Þór Thoroddsen sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Hann ræddi við Morgunblaðið um sameiningarmál og stöðu…

„Við erum með lágmarksþjónustu sem endurspeglar stærð sveitarfélagsins og við erum að standa okkur vel í þessum málum,“ segir Bragi Þór Thoroddsen sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Hann ræddi við Morgunblaðið um sameiningarmál og stöðu sveitarfélagsins en íbúar hreppsins eru almennt mótfallnir því að hefja sameiningarviðræður við annað sveitarfélag.

Íbúafundur var haldinn á dögunum þar sem þessi mál voru til umræðu. Bragi segir að einungis einn fundargestur hafi haft þá skoðun að Súðavíkurhreppi væri betur borgið ef sameinast yrði Ísafjarðarbæ. „Þetta snýst um samgöngur og viðkomandi taldi að það væru kannski meiri líkur á því að ef við værum partur af Ísafjarðarbæ, þá yrði flýtt framkvæmdum í Súðavíkurhlíð. En þú sérð það að þegar það er helsti hvatinn að því að sameinast öðru sveitarfélagi, þá liggur það í því að innviðirnir í kringum okkur eru ekki

...