Glæpasaga Mýrarstúlkan ★★★½· Eftir Elly Griffiths. Eyrún Edda Hjörleifsdóttir þýddi. Vaka-Helgafell, 2024. Kilja, 325 bls.
Mýrarstúlkan Elly Griffiths hefur skrifað kósí-krimma með alvarlegu ívafi.
Mýrarstúlkan Elly Griffiths hefur skrifað kósí-krimma með alvarlegu ívafi.

Bækur

Steinþór

Guðbjartsson

Glæpasagan Mýrarstúlkan eftir Elly Griffiths er kósí-krimmi með alvarlegu ívafi, saga um mannshvörf með vísun í fórnir til forna og að hluta til hrollvekja, þar sem andrúmsloftið er þannig, að engum virðist vera hægt að treysta og allra síst almættinu. Þá er best að slá öllu upp í kæruleysi, en öllu gamni fylgir nokkur alvara.

Ránið á Madeleine McCann 2007 kemur upp í hugann við lestur Mýrarstúlkunnar. Bókin kom fyrst út tveimur árum síðar og ránið með misvísandi vísbendingum var reglulega í fréttum. Er það reyndar enn. Raunveruleikinn er þó mun alvarlegri en skáldskapurinn, þar sem slegið er á létta strengi í takt við lífsins gang með tilvísun í fórnir til

...