Tindastóll náði í dýrmætt stig í fallbaráttu Bestu deildar kvenna í fótbolta á dramatískan hátt í gærkvöld á meðan keppinautarnir í Fylki og Keflavík töpuðu sínum leikjum. Á Sauðárkróki stefndi allt í sigur Þórs/KA þar sem Karen María…
Gleði Tindastólskonur fagna Jordyn Rhodes eftir að hún jafnaði, 3:3, í uppbótartíma leiksins gegn Þór/KA.
Gleði Tindastólskonur fagna Jordyn Rhodes eftir að hún jafnaði, 3:3, í uppbótartíma leiksins gegn Þór/KA. — Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Besta deildin

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Tindastóll náði í dýrmætt stig í fallbaráttu Bestu deildar kvenna í fótbolta á dramatískan hátt í gærkvöld á meðan keppinautarnir í Fylki og Keflavík töpuðu sínum leikjum.

Á Sauðárkróki stefndi allt í sigur Þórs/KA þar sem Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði tvívegis fyrir Akureyrarliðið sem var komið í 3:1. Þá skoraði Sandra María Jessen, langmarkahæsti leikmaður deildarinnar, sitt 16. mark á tímabilinu.

En Jordyn Rhodes skoraði tvö mörk fyrir Tindastól í lokin og jafnaði úr umdeildri vítaspyrnu í uppbótartímanum, 3:3.

Tindastóll er þar með þremur stigum á undan Keflavík og Fylki og allt stefnir í harðan slag þeirra á milli um eitt sæti í

...