Bandaríkin, með Simone Biles í aðalhlutverki, unnu öruggan sigur í liðakeppni kvenna í áhaldafimleikum á Ólympíuleikunum í París í gær. Biles hreppti þar með sitt fimmta ólympíugull en með henni í liðinu voru Jordan Chiles, Jade Carey og Sunisa Lee. …

Bandaríkin, með Simone Biles í aðalhlutverki, unnu öruggan sigur í liðakeppni kvenna í áhaldafimleikum á Ólympíuleikunum í París í gær. Biles hreppti þar með sitt fimmta ólympíugull en með henni í liðinu voru Jordan Chiles, Jade Carey og Sunisa Lee. Ítalía fékk silfurverðlaunin og Brasilía bronsverðlaunin.

Spánverjarnir Rafael Nadal og Carlos Alcaraz eru komnir í átta manna úrslit í tvíliðaleik í tennis karla á Ólympíuleikunum í París eftir sigur á Tallon Griekspoor og Wesley Koolhof frá Hollandi í gær. Nadal féll út gegn Novak Djokovic í annarri umferð og þetta gæti verið hans síðasta stórmót á glæsilegum ferli.

Aron Kristófer Lárusson er genginn til liðs við 1. deildar lið Þórs í knattspyrnu eftir fimm

...