Svo gæti farið að úrslit kosninganna í nóvember ráðist fyrst og síðast af óvinsældum frambjóðenda. Mislíkar kjósendum meira Harris en Trump eða öfugt?
Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason

Óli Björn Kárason

Það er gömul klisja að vika sé langur tími í pólitík. Oftar en ekki er hún merkingarlaus orðaleppur – innihaldslaus orð stjórnmálamanna, fjölmiðlunga og álitsgjafa þegar lítið er lagt til málanna. En svo gerist það. Á örfáum dögum gjörbreytist pólitískt landslag líkt og kjósendur í Bandaríkjunum hafa fengið að kynnast.

Eftir hryllilega frammistöðu Joes Bidens Bandaríkjaforseta í kappræðum við Donald Trump undir lok júní, voru demókratar örvinglaðir. Úrræðaleysi og glundroði gróf um sig. Í huga þeirra var fátt sem gæti komið í veg fyrir endurkjör Trumps í Hvíta húsið. Repúblikanar ættu tryggan meirihluta í fulltrúadeildinni og möguleika á að ná meirihluta í öldungadeildinni. Þar með hefði Trump öll tök á bandarískri stjórnsýslu – demókratar yrðu í raun áhrifalausir á komandi árum.

...