Í grófum dráttum má skipta viskíunnendum í tvo hópa. Annars vegar eru þeir sem vilja viskíið milt og mjúkt, og hins vegar þeir sem vilja mikinn reyk og kraft í hverjum sopa. Sjálfur sveiflast ég á milli þessara fylkinga og finnst það fara eftir…
Flaskan er falleg en óvenjuhá og passar kannski ekki í alla vínskápa.
Flaskan er falleg en óvenjuhá og passar kannski ekki í alla vínskápa.

Hið ljúfa líf

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Í grófum dráttum má skipta viskíunnendum í tvo hópa. Annars vegar eru þeir sem vilja viskíið milt og mjúkt, og hins vegar þeir sem vilja mikinn reyk og kraft í hverjum sopa.

Sjálfur sveiflast ég á milli þessara fylkinga og finnst það fara eftir aðstæðum hvort ég vil viskíið mitt nýrakað eða með skeggbroddum. Þannig finnst mér skemmtilegra að neyta kröftugasta viskísins með góðum grillborgara á meðan óreykta og silkimjúka viskíið er heppilegra til að drekka eitt og sér og þegar eina meðlætið er samtal við góðan vin um heimsmálin.

Gildir það um fólk sem þróar með sér smekk fyrir þessu reykta að það vill oft sækja í meiri og meiri reyk og nánast storka bragð- og þefskyninu, og

...