Bætingar Snæfríður Sól Jórunnardóttir bætti sig töluvert í bæði 100 og 200 metra skiðsundi frá því í leikunum í Tókýó fyrir þremur árum.
Bætingar Snæfríður Sól Jórunnardóttir bætti sig töluvert í bæði 100 og 200 metra skiðsundi frá því í leikunum í Tókýó fyrir þremur árum. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Snæfríður Sól Jórunnardóttir hafnaði í 19. sæti í 100 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í París í gær. Snæfríður synti á 54,84 sekúndum og var hársbreidd frá því að bæta eigið Íslandsmet frá því á HM í Japan á síðasta ári er hún synti á 54,74 sekúndum.

Snæfríður hefði þurft að vera undir 54,16 sekúndum til að komast í undanúrslit, líkt og hún gerði í 200 metra skriðsundi fyrr á leikunum. Þar sem það tókst ekki hefur Snæfríður lokið leik á sínum öðrum Ólympíuleikum.

Þrátt fyrir að Snæfríði hafi ekki tekist að slá Íslandsmet sín í 100 og 200 metra skriðsundi var margt jákvætt við frammistöðu hennar á leikunum. Hún komst í undanúrslit í fyrsta skipti og bætti sig töluvert frá leikunum í Tókýó fyrir þremur árum.

Snæfríður hafnaði í 34. sæti í 100 metra skriðsundi

...