Helgi R. Einarsson sendi mér góðan póst í fyrradag þar sem hann segir: Hugurinn er nú í París og ypsílonið er ekki prentvilla:

Lystgjörningur í París:

Í saurgerla keppendur kroppa

og keppnisferilinn toppa

er synda þeir þrí-

þrautinni í

kræsingum franskra koppa.

Og Helgi bætti síðan við: Frönsk matargerðarlist er annars til fyrirmyndar.

Limra eftir Kristján Karlsson:

„Það kvað vera fallegt í Kína,“

sagði konan og lét í það skína.

Hvað hún hét veit nú enginn,

hún er annaðhvort gengin

eða afplánar varfærni sína.

...