Eigendaskipti urðu á Kjöthöllinni í byrjun júlí þegar hjónin Jóhann Ingi Jóhannsson kjötiðnaðarmaður og Sólveig Lára Kjærnested ásamt Elvari Þór Alfreðssyni tóku við rekstrinum í Skipholti 70. „Við ætlum að reka fyrirtækið á sama grundvelli og …
Frá vinstri: Anna Björk Sveinsdóttir, Unnur Birgisdóttir, Sveinn Christensen, Björn Christensen, Sigfríður Friðþjófsdóttir, Sigríður Hyldahl Björnsdóttir, Jóhann Birnir Guðmundsson og Jóhann Ingi Jóhannsson.
Frá vinstri: Anna Björk Sveinsdóttir, Unnur Birgisdóttir, Sveinn Christensen, Björn Christensen, Sigfríður Friðþjófsdóttir, Sigríður Hyldahl Björnsdóttir, Jóhann Birnir Guðmundsson og Jóhann Ingi Jóhannsson. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Eigendaskipti urðu á Kjöthöllinni í byrjun júlí þegar hjónin Jóhann Ingi Jóhannsson kjötiðnaðarmaður og Sólveig Lára Kjærnested ásamt Elvari Þór Alfreðssyni tóku við rekstrinum í Skipholti 70.

„Við ætlum að reka fyrirtækið á sama grundvelli og fyrri eigendur með áherslu á persónulega þjónustu og handverk þar sem kjötið er verkað á staðnum og viðskiptavinir geta gengið að því vísu að fá ferska og góða vöru, hvort sem það er í hversdagsmatinn eða fyrir veisluna. Breytingar sem ég sé fyrir mér snúa fyrst og fremst að strikamerkingum og afkastameira afgreiðslukerfi fyrir heildsöluna,“ segir Jóhann Ingi sem þekkir fyrirtækið vel og hefur starfað í þar í gegnum árin, bæði í fullu starfi og til aðstoðar á álagstímum.

Í eigu sömu fjölskyldunnar

Kjöthöllin hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá stofnun, en árið

...