Sigríður Friðjónsdóttir
Sigríður Friðjónsdóttir

Ýmsir hafa furðað sig á að Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hafi óskað eftir að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra leysi Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara frá störfum eftir kröfu fámennra, en háværra, félagasamtaka. Páll Vilhjálmsson skrifar um þetta: „Með ósk um að Helgi Magnús verði leystur frá störfum ýjar Sigríður ríkissaksóknari að vanhæfi þeirra sem upplýsa almenning um að innflytjendur og hælisleitendur eru ekki allt fróm fermingarbörn.

Þar hittir Sigríður fyrir sjálfan dómsmálaráðherra sem á dögunum upplýsti að þrír af hverjum fjórum sem hnepptir voru í gæsluvarðhald á Íslandi á síðasta ári eru útlendingar. … Útlendingar, aðrir en Pólverjar, eru sem sagt „margfalt líklegri“ til að vera hnepptir í varðhald vegna afbrota en Íslendingar, er haft eftir dómsmálaráðherra. Mun Sigríður ríkissaksóknari láta til skarar skríða, lýsa

...