Vaxtahækkanir Seðlabanka virkuðu því ekki á nokkurn hátt til að draga úr verðhækkunaröldunni, heldur juku þær vandann. Voru olía á eldinn.
Ole Anton Bieltvedt
Ole Anton Bieltvedt

Ole Anton Bieltvedt

Á kjörskrá eru um 250.000 manns. Það eru þá þeir sem teljast fullorðnir í þessu landi. Eftir skoðun margvíslegra gagna sýnist mér að um 150.000 þessa fólks, 60% þjóðarinnar, séu sá hluti hennar sem er verr settur fjárhagslega og þurfi lánsfé til að fjármagna líf sitt og velferð, íbúðarkaup, bílakaup eða annað. Fjármagnsþurfi.

Hinn hlutinn, um 100.000 manns, 40% þjóðarinnar, er þá það fólk sem er betur sett, mest skuldlaust, á margt hvert peninga í banka. Fjármagnseigendur.

Hvernig virka hávextir Seðlabanka á fólkið í landinu?

Þegar Seðlabankinn hækkar stýrivexti og viðskiptabankarnir hækka vexti á lánum til almennings (þó þeir þurfi alls ekki að gera það, eins og ég hef sýnt fram á í öðrum greinum), bitnar það af fullum þunga og með alvarlegum afleiðingum

...