Á sunnudaginn kveikti ég á sjónvarpinu og viti menn, Ólympíuleikarnir voru þar í fullum gangi. Ég settist því að sjálfsögðu í sófann og horfði á það sem línulega dagskráin hafði upp á að bjóða (enda er ég farin að eldast)
Brettastelpur Keppnin fór fram á frægu torgi.
Brettastelpur Keppnin fór fram á frægu torgi. — AFP/Odd Andersen

Snædís Björnsdóttir

Á sunnudaginn kveikti ég á sjónvarpinu og viti menn, Ólympíuleikarnir voru þar í fullum gangi. Ég settist því að sjálfsögðu í sófann og horfði á það sem línulega dagskráin hafði upp á að bjóða (enda er ég farin að eldast). Það er skemmst frá því að segja að ég varð ekki fyrir vonbrigðum, því það var verið að sýna frá hjólabrettakeppni kvenna á Concorde-torginu í hjarta Parísar. Eins og kynnir keppninnar benti á fóru aftökur tignarfólks í frönsku byltingunni fyrir nokkrum öldum fram á þessu fræga torgi og voru m.a. María Antoinette og Lúðvík sextándi tekin þar af lífi.

Síðastliðinn sunnudag svifu hins vegar einbeittir hjólabrettakappar þar um og sýndu alls konar flókin stökk og önnur trikk sem ég kann ekki heitin á. Ég hélt niðri í mér andanum á meðan þær flugu ein á eftir annarri yfir brautina, eitursvalar með tónlist í eyrunum og hnjáhlífar. Þetta er dáleiðandi íþrótt

...