Grindavík Ragnheiður Björk Einarsdóttir er reyndur miðherji.
Grindavík Ragnheiður Björk Einarsdóttir er reyndur miðherji. — Morgunblaðið/Eggert

Kvennalið Grindavíkur fékk mikinn liðsauka í gær þegar tveir nýir leikmenn komu til liðs við félagið. Miðherjinn Ragnheiður Björk Einarsdóttir er kominn til liðsins frá Haukum en Ragnheiður lék einnig með Breiðabliki á síðasta tímabili. Danska landsliðskonan Sofie Tryggedsson hefur einnig samið við Grindavík en hún er framherji eða skotbakvörður sem lék síðast með Melilla á Spáni og áður með Sampaio í Brasilíu, Alcobendas á Spáni og Charleroi í Belgíu.