Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial, segir fyrirtækið áforma mikla sókn um heim allan eftir innkomu nýrra fjárfesta. „Við höfum verið að vaxa árlega í tveggja stafa tölu síðan 2012. Markaðurinn með hágæðavatn í Bandaríkjunum vex um 4-5%…
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial, segir margt fram undan.
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial, segir margt fram undan. — Morgunblaðið/Eyþór

Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial, segir fyrirtækið áforma mikla sókn um heim allan eftir innkomu nýrra fjárfesta.

„Við höfum verið að vaxa árlega í tveggja stafa tölu síðan 2012. Markaðurinn með hágæðavatn í Bandaríkjunum vex um 4-5% á ári en við áætlum hins vegar að vaxa tífalt hraðar á þeim markaði. Árið 2030 hyggjumst við vera í yfir 100 löndum,“ segir Jón.

Þegar ViðskiptaMogginn heimsótti Jón í Ölfusi voru færiböndin á fleygiferð. Eftirspurnin er enda að aukast og hefur fjöldi nýrra starfsmanna verið ráðinn í verksmiðjuna að undanförnu.

„Við munum innan tíðar framleiða 100 milljónir eininga á ári – plast, dósir og gler – og ef það tekst að spara eitt sent á hverja flösku mun það auka framlegðina um eina milljón dala á ári. Þetta snýst því mikið um magn og að

...