„Mér sýnist nú á öllum sólarmerkjum að það eigi að vera betra ár núna en það var í fyrra. Það var nú alveg sérstaklega lélegt berjaár á vestanverðu landinu í fyrra. Svo það þarf nú kannski ekki mikið til að það verði betra í ár,“ segir…
Aðalbláber Sveinn kveðst mjög bjartsýnn fyrir berjatínslu í ár.
Aðalbláber Sveinn kveðst mjög bjartsýnn fyrir berjatínslu í ár. — Morgunblaðið/Ómar

„Mér sýnist nú á öllum sólarmerkjum að það eigi að vera betra ár núna en það var í fyrra. Það var nú alveg sérstaklega lélegt berjaár á vestanverðu landinu í fyrra. Svo það þarf nú kannski ekki mikið til að það verði betra í ár,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, heimilislæknir og berjaáhugamaður.

Hann segir gott vor oft gefa vísbendingu um hvort berjasprettan verði góð og kveðst mjög bjartsýnn á góða sprettu á Vesturlandi.

Spurður um áhrifin af óveðrinu á Norðausturlandi í byrjun júní á berjasprettuna segir hann erfitt að segja til um það.

„Þetta var mjög erfitt fyrir gróðurinn, ekki bara túnin heldur líka lággróðurinn sem gæti komið illa út úr því. Hann getur samt jafnað sig. Nú eru búin að vera mikil hlýindi á norðan- og austanverðu

...