Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee, einn fremsti íþróttamaður landsins undanfarinn áratug, kvaddi stærsta sviðið í gærkvöld er hann synti í undanúrslitum í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í París
Dýfa Anton Sveinn McKee stingur sér til sunds í síðasta skipti á Ólympíuleikum í París í gærkvöld.
Dýfa Anton Sveinn McKee stingur sér til sunds í síðasta skipti á Ólympíuleikum í París í gærkvöld. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Í París

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee, einn fremsti íþróttamaður landsins undanfarinn áratug, kvaddi stærsta sviðið í gærkvöld er hann synti í undanúrslitum í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í París. Var sundið það síðasta á ferlinum hjá Antoni á Ólympíuleikum.

Hann vildi þó ekki staðfesta að sundhettan væri alveg komin á hilluna er hann ræddi við Morgunblaðið eftir sundið, en ljóst er að Anton keppir ekki á fleiri Ólympíuleikum. Leikarnir í París voru hans fjórðu og síðustu leikar.

Anton var nokkuð frá sínum besta tíma í gær en hann endaði í 15. sæti af þeim 16 keppendum sem komust í undanúrslit. Varð hann í áttunda og síðasta sæti í seinni riðlinum á 2:10,42 mínútum.

...