40 ára Handritshöfundurinn og leikstjórinn Ása Helga Hjörleifsdóttir fæddist í Reykjavík. Hún bjó um tíma sem barn í Chicago í Bandaríkjunum og í Coventry á Englandi og dvaldi síðan eitt ár í Winnipeg þegar hún var 19 ára. Hún lauk BA-prófi í almennri bókmenntafræði frá HÍ og síðan MFA-prófi í kvikmyndagerð frá Columbia-háskóla í New York með ágætiseinkunn árið 2012. Ása Helga hefur skrifað og leikstýrt fjölda stuttmynda, þ. á m. verðlaunamyndinni Ástarsögu (2012) sem hefur verið sýnd á fjölda kvikmyndahátíða og var í lokaúrtaki útskriftarmynda úr háskólum fyrir Óskarsverðlaunin 2013. Fyrsta mynd Ásu Helgu í fullri lengd var Svanurinn (2017), byggð á samnefndri sögu Guðbergs Bergssonar. Svanurinn vann til fjölda verðlauna og var sýnd út um allan heim. Næsta mynd hennar í fullri lengd, Svar við bréfi Helgu (2022), byggist á samnefndri skáldsögu Bergsveins Birgissonar og hefur einnig verið sýnd víða á kvikmyndahátíðum

...