Hér virðist sem um 1.000 skjólstæðingar séu algjört aukaatriði í skipulagi þjónustunnar sem er miðuð að kerfinu en ekki einstaklingunum.
Berglind Ósk Guðmundsdóttir
Berglind Ósk Guðmundsdóttir

Berglind Ósk Guðmundsdóttir

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) rekur einu heilsugæsluna sem starfrækt er á Akureyri. Þó húsnæðið sé nýtt og glæsilegt var það orðið of lítið áður en það var tekið í notkun, en það er vegna þess fjölda sem heilsugæslan þjónustar. Fyrir nokkrum árum tók þáverandi heilbrigðisráðherra þá ákvörðun að fyrir Akureyri og nærsveitir þyrfti að halda úti tveimur heilsugæslustöðvum. En síðan þá hafa hringl og vandræði varðandi staðsetningu og útboð framkvæmdanna þvælst fyrir uppbyggingu á seinni heilsugæslunni. Ekkert hentugt húsnæði er í sjónmáli. Ein heilsugæslustöð er rekin fyrir rúmlega 20 þúsund einstaklinga.

Þróunin á sér stað

Tveir heimilislæknar sem starfað höfðu lengi á HSN á Akureyri réðu sig fyrr í vetur til starfa hjá Heilsugæslunni Urðarhvarfi í Kópavogi. Þau vildu þó áfram búa á

...