Fjölgun alvarlegra umferðarslysa er uggvænleg og grípa verður til aðgerða til að stemma stigu við henni.
Kjartan Magnússon
Kjartan Magnússon

Kjartan Magnússon

Ellefu manns hafa látist í átta banaslysum í umferðinni það sem af er ári. Hafa slík banaslys ekki verið fleiri frá árinu 2018 en þá létust fimmtán manns í umferðinni hérlendis. Að auki hafa fjölmargir slasast alvarlega í umferðarslysum á árinu.

Á árunum 2014-2023 létust 103 einstaklingar og 1.646 slösuðust alvarlega í umferðarslysum hérlendis. Þrátt fyrir að yfirstandandi ár sé aðeins rétt rúmlega hálfnað eru banaslys í umferðinni orðin fleiri en þau hafa verið að jafnaði á hverju ári, undanfarinn áratug.

Þessi fjölgun alvarlegra umferðarslysa er uggvænleg og grípa verður til aðgerða til að stemma stigu við henni. Mikilvægt er að stórauka fræðslu til almennings um hætturnar í umferðinni og hvernig eigi að forðast þær.

Bylgjan, Vísir

...