Þorvaldur Jónsson fæddist 1. ágúst 1949 í gamla skólahúsinu í Reykholti í Borgarfirði. „Ég ólst upp við hefðbundin sveitastörf heima í Reykholti og gekk í barnaskólann að Kleppjárnsreykjum og Héraðsskólann í Reykholti og lauk gagnfræðaprófi…
Fjölskyldan Hjónin með börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnum. Á myndina vantar Atla Þór Jónsson.
Fjölskyldan Hjónin með börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnum. Á myndina vantar Atla Þór Jónsson.

Þorvaldur Jónsson fæddist 1. ágúst 1949 í gamla skólahúsinu í Reykholti í Borgarfirði. „Ég ólst upp við hefðbundin sveitastörf heima í Reykholti og gekk í barnaskólann að Kleppjárnsreykjum og Héraðsskólann í Reykholti og lauk gagnfræðaprófi 1965.“

Þorvaldur var allt frá barnsaldri listrænn og stefndi á tónlistarnám, en eftir starfskynningu þar sem honum var sagt að starfsmöguleikar eftir slíkt nám væru tónlistarkennsla eða að gerast organisti ákvað hann að læra frekar húsasmíði. Hann fór í Iðnskólann í Reykjavík og lauk þaðan burtfararprófi vorið 1970, en á námstímanum vann hann við smíðar á Sauðárkróki, Blönduósi og á Höfn í Hornafirði og fékk sveinsprófið haustið 1970.

Ástin kom inn í líf hans ári síðar þegar hann kynntist Ólöfu Guðmundsdóttur. „Við kynntumst 1971 þegar hún var talsímavörður í Reykholti á símstöðinni sem móðir

...