„Það lítur út fyrir að markmiðið mitt sé að nást,“ segir tónlistarmaðurinn ástsæli Magnús Kjartan Eyjólfsson, sem mun stýra brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í fjórða skipti í ár
Þaulreyndur Magnús Kjartan stýrði fyrst brekkusöngnum árið 2021 og verður nú forsöngvari í fjórða skipti.
Þaulreyndur Magnús Kjartan stýrði fyrst brekkusöngnum árið 2021 og verður nú forsöngvari í fjórða skipti. — Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson

Eva Sóldís Bragadóttir

eva@mbl.is

„Það lítur út fyrir að markmiðið mitt sé að nást,“ segir tónlistarmaðurinn ástsæli Magnús Kjartan Eyjólfsson, sem mun stýra brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í fjórða skipti í ár. Magnús greindist með hvítblæði í febrúar og hóf meðferð við veikindunum í kjölfarið, en hvítblæði er tegund af illkynja krabbameini sem felur í sér stjórnlausa fjölgun óþroskaðra hvítra blóðkorna.

„Ég vissi ekkert hvort ég myndi ná að syngja og spila fyrir fólk á þessu ári en ég var alltaf búinn að setja markmiðið á að ná brekkusöng og það bara lítur út fyrir að það sé að takast,“ segir Magnús og kveðst virkilega spenntur fyrir helginni sem er fram undan.

Stýrði fyrst tómri brekku

Magnús stýrði

...