Halldór Bjarnason sálfræðingur, kennari, sjómaður, smiður og lífsspekingur fæddist í Reykjavík 1. ágúst 1954. Hann lést á heimili sínu í Stevenson, Washington-ríki í Bandaríkjunum 5. janúar 2024.

Foreldrar Halldórs voru Bjarni Jónsson listmálari, f. 15.9. 1934, d. 8.1. 2008, og Ragna Halldórsdóttir, f. 19.3. 1935, d. 21.5. 1993. Systkini Halldórs eru: Jón Haukur Bjarnason, f. 9.4. 1957, d. 10.6. 2015, Lúðvík Bjarnason, f. 26.3. 1961, Guðrún Valgerður Bjarnadóttir, f. 25.9. 1962, og Johnson Halldór Gunnar Hooks, f. 29.7. 1977.

Halldór giftist Valgerði Hauksdóttur grafíklistamanni, f. 22.8. 1955. Þau skildu 1981. Halldór og Valgerður eignuðust soninn Halldór Hauk, f. 24.5. 1977. Hans sambýliskona er Susie Braham, f. 23.1. 1975, og dóttir þeirra er Ásdís Ella Blaik Halldórsdóttir Braham, f. 5.12.

...