„Mér líður ljómandi vel. Það er mjög skemmtilegt að vera hérna,“ sagði Hákon Þór Svavarsson skotfimimaður sem er mættur til Parísar á sína fyrstu Ólympíuleika. Hann keppir í haglabyssugreininni leirdúfuskotfimi á morgun og laugardaginn
Châterauroux Hákon Þór Sverrisson keppir í 280 kílómetra fjarlægð frá París og fyrri hlutinn hjá honum hefst snemma í fyrramálið.
Châterauroux Hákon Þór Sverrisson keppir í 280 kílómetra fjarlægð frá París og fyrri hlutinn hjá honum hefst snemma í fyrramálið. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Í París

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

„Mér líður ljómandi vel. Það er mjög skemmtilegt að vera hérna,“ sagði Hákon Þór Svavarsson skotfimimaður sem er mættur til Parísar á sína fyrstu Ólympíuleika. Hann keppir í haglabyssugreininni leirdúfuskotfimi á morgun og laugardaginn.

Grein Hákonar fer fram í Châteauroux, 280 kílómetra suður af París. Hann hefur verið að flakka á milli Châteauroux og Parísar undanfarna daga og gerði sér ferð til Parísar til að vera fánaberi Íslands á setningarathöfninni.

„Þetta er mjög áhugavert. Þetta er stórt og mikið og það er gaman að vera með öllu þessu íþróttafólki í þorpinu. Það er skemmtilegt að vera í þorpinu í París. Í mínu þorpi eru þetta svo bara skotmenn og

...