Matthea flutti til Svíþjóðar þegar hún var 16 ára gömul þar sem foreldrar hennar fengu vinnu í Gautaborg. Ári síðar komst hún inn í Konunglega ballettskólann í Stokkhólmi og flutti þá á heimavist. Árið 2020 útskrifaðist hún af nútímadansbraut í…
Tískuunnandi Matthea Lára Pedersen hefur alla tíð haft mikinn áhuga á tísku.
Tískuunnandi Matthea Lára Pedersen hefur alla tíð haft mikinn áhuga á tísku.

Irja Gröndal

irja@mbl.is

Matthea flutti til Svíþjóðar þegar hún var 16 ára gömul þar sem foreldrar hennar fengu vinnu í Gautaborg. Ári síðar komst hún inn í Konunglega ballettskólann í Stokkhólmi og flutti þá á heimavist. Árið 2020 útskrifaðist hún af nútímadansbraut í skólanum og varði lokaárinu í starfsnámi hjá dansflokknum MiR Dance Company í Þýskalandi.

Síðastliðin átta ár hefur Matthea elt drauma sína og tækifæri í dansinum og upplifað ólíka menningarheima. Auk þess að hafa búið í Svíþjóð og Þýskalandi hefur hún einnig verið búsett í Noregi, Hollandi og Bretlandi þar sem hún hefur bæði starfað sem sjálfstætt starfandi dansari og í dansflokkum. „Um þessar mundir er ég að vinna fyrir Hofesh Shechter, einn virtasta danshöfund í heiminum í dag, og hefur því einn af draumum mínum ræst. Þó svo að dansflokkurinn

...