Sigurður Hermannsson fæddist 4. nóvember 1940 á Álafossi í Lágafellssókn. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Selfossi 22. júlí 2024.

Foreldrar hans voru Hermann Guðmundsson, f. á Blesastöðum á Skeiðum 23. ágúst 1913, d. 18. október 1980, og Ingibjörg Sæunn Jóhannsdóttir, f. í Háakoti í Fljótum 1. júní 1918, d. 28. október 2007.

Sigurður bjó framan af aldri á Blesastöðum á Skeiðum með foreldrum sínum sem stofnuðu nýbýlið Blesastaði 2. Þar ólst hann upp ásamt fjórum yngri systrum, sem eru: Kristín, f. 18. janúar 1943. Eiginmaður hennar er Vilmundur Jónsson; Guðrún, f. 19. janúar 1947. Eiginmaður hennar Hjalti Árnason, d. 18. janúar 2022; Sigríður Margrét, f. 8. janúar 1950. Eiginmaður hennar er Jónas Jónsson; Hildur, f. 30. ágúst 1951. Eiginmaður hennar er Kristján Guðmundsson.

Sigurður fór ungur að fást

...