Tónleikar Mugison kemur fram á sérstökum afmælistónleikum í Staðarkirkju miðvikudaginn 7. ágúst kl. 20.
Tónleikar Mugison kemur fram á sérstökum afmælistónleikum í Staðarkirkju miðvikudaginn 7. ágúst kl. 20.

Leiklistar- og listahátíðin Act alone verður haldin 20. árið í röð dagana 7. til 10. ágúst á Suðureyri. „Í tilefni af 20 ára afmæli Act alone hefur hátíðin verið lengd um einn dag og stendur því hið einstaka stuð yfir í fjóra daga. Í tilefni tímamótanna munu fjölmargir vestfirskir listamenn koma fram. Sómi Vestfjarða, Mugison, gefur tóninn með sérstökum afmælistónleikum Actsins sem verða haldnir í Staðarkirkju.

Af öðrum vestfirskum listamönnum má nefna Drífu Kristjónu Garðarsdóttur, Skúla mennska, Salóme Katrínu, Ólínu Þorvarðardóttur og Rúnar Helga Vignisson. Einnig mun vestfirski leikarinn Gunnar Jóhannesson flytja einleik sinn Félagsskapur með sjálfum mér. Meðal annarra einleikja má nefna Ef ég gleymi, er fjallar um alzheimers-sjúkdóminn, og pólska einleikinn Dramaternity eftir og með Magdalenu Bochan-Jachimek auk

...