„Verkefnið byrjaði fyrir tveimur árum þegar ég var að tala við vinkonu mína um það hvað þessar sundlaugar á landinu væru dásamlegar og lífsgæðin við að geta farið í sund hvenær og hvar sem er,“ segir Hildur Helgadóttir, deildarstjóri…
Þingeyri Þingeyrarlaug var byggð 1995 og er innilaug. Hildur segir laugina hafa komið þeim báðum hvað mest á óvart af öllum laugum á landinu.
Þingeyri Þingeyrarlaug var byggð 1995 og er innilaug. Hildur segir laugina hafa komið þeim báðum hvað mest á óvart af öllum laugum á landinu.

Herdís Tómasdóttir

herdis@mbl.is

„Verkefnið byrjaði fyrir tveimur árum þegar ég var að tala við vinkonu mína um það hvað þessar sundlaugar á landinu væru dásamlegar og lífsgæðin við að geta farið í sund hvenær og hvar sem er,“ segir Hildur Helgadóttir, deildarstjóri flæðisdeildar á Landspítalanum, en á síðustu árum hefur hún kappkostað að fara í hverja einustu sundlaug á landinu.

Samkvæmt vefsíðunni sundlaugar.com eru 126 sundlaugar á Íslandi. Hildur byrjaði þó ekki á núlli en hún hafði heimsótt rétt rúmlega helming sundlauganna á sinni lífstíð. Skilyrðin voru þau að hafa farið ofan í sundlaugina, heiti potturinn nægði ekki.

„Ég var bara mjög spennt fyrir að fara í fleiri laugar. Markmiðið í upphafi var ekkert endilega að klára þetta en

...