Aðgát skal höfð um eina mestu ferðahelgi ársins

Verslunarmannahelgin er ein mesta ferðahelgi ársins. Þessa helgi kemur fólk saman víða um land bæði á hátíðum af ýmsum toga og eins á eigin vegum.

Þegar allir eru á ferðinni getur álag orðið mikið og umferðin hæg. Það getur reynt á þolinmæðina, en hún er hins vegar þarfaþing. Það getur verið freistandi að reyna að fara fram úr næsta bíl, en ávinningurinn er takmarkaður þegar umferðin er þétt og oft má ekki mikið út af bera til að illa fari.

Þessa helgi er meira áfengi haft um hönd en margar aðrar. Tilgangur helgarinnar er að skemmta sér, en þegar áfengisneysla fer úr böndunum getur sá tilgangur farið fyrir lítið. Það á ekki að þurfa að nefna að ofbeldi á hvergi heima. Vaxandi áhersla hefur sem betur fer verið á forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á útihátíðum og gæsla hefur verið hert. Það þurfa allir að taka saman höndum um að koma því

...