Samskipti hafa verið góð við hagaðila, einstaklinga og samtök sem hafa tekið þátt og sett sig vel inn í verkefnið og komið með góðar ábendingar.
Ólafur Elínarson
Ólafur Elínarson

Ólafur Elínarson

Nýlega ritar Guðmundur Helgi Víglundsson í annað sinn í Morgunblaðið um Coda Terminal og Carbfix og sinn skilning á verkefninu sem hann hefur ávarpað á ýmsum miðlum. Carbfix hefur lagt sig fram um að koma traustum upplýsingum á framfæri og hvatt til þátttöku almennings með fundum og opnu samtali á samfélagsmiðlum. Umhverfismatsskýrsla Coda Terminal og umsóknarferli fyrirtækisins vegna framkvæmdarinnar eru í eðlilegu samráðsferli hjá viðeigandi stofnunum og hefur öllum verið frjálst að veita umsögn. Samskipti hafa verið góð við hagaðila og fjölmarga einstaklinga og samtök sem hafa tekið þátt og sett sig vel inn í verkefnið og komið með góðar ábendingar sem við erum þakklát fyrir.

Þar sem verkefnið er nýtt getur gætt misskilnings og því rétt að færa til betri vegar það sem Guðmundur Helgi hefur ritað

...