Vísbendingum um kólnun hagkerfisins hefur fjölgað nokkuð það sem af er sumri. Þetta kemur fram í nýrri greiningu frá Íslandsbanka. Þar segir að kólnunin sem um ræðir sé af tvennum toga. Í fyrsta lagi hefur útflutningur þjónustu og vöru minni meðbyr…
Kólnun Íslandsbanki spáir því að kólnunin verði þó ekki fram úr hófi.
Kólnun Íslandsbanki spáir því að kólnunin verði þó ekki fram úr hófi. — Morgunblaðið/Eggert

Vísbendingum um kólnun hagkerfisins hefur fjölgað nokkuð það sem af er sumri.

Þetta kemur fram í nýrri greiningu frá Íslandsbanka. Þar segir að kólnunin sem um ræðir sé af tvennum toga. Í fyrsta lagi hefur útflutningur þjónustu og vöru minni meðbyr en ætla mátti fyrr á árinu og horfur um útflutingsvöxt þetta árið hafa versnað. Í öðru lagi hafa hagvísar og væntingakannanir sem birst hafa á undanförnum vikum vísað eindregnar til hjaðnandi eftirspurnar innanlands en áður.

Fjallað hefur verið um að slegið hafi nokkuð í bakseglin í ferðaþjónustu og samdráttur milli ára virðist vera líklegri en vöxtur. Í vöruútflutningi liggur fyrir að orkuskerðing til álvera og loðnubrestur hafi neikvæð áhrif á fyrri helmingi ársins. Í greiningu bankans segir að líklega muni útflutningur vöru og þjónustu dragast hóflega saman í ár frá fyrra ári, en í maí spáði greiningardeildin 0,4% vexti milli ára.

Til viðbótar sýna tölurnar að það hægir heldur á kortaveltuvexti og

...