100 ára Hallgerður Guðmundsdóttir fagnar í dag aldarafmæli, en hún fæddist 2. ágúst 1924 í Sandvík í Suður-Múlasýslu, nánar tiltekið við Gerpi, austustu bújörð á Íslandi. Hún var skírð 7. október 1926. Foreldrar hennar voru Guðmundur Grímsson bóndi í Norðfirði, f. 14.7. 1886 í Árnessýslu, d. 10.2. 1941, þá 54 ára að aldri, og kona hans, Sesselja Sveinsdóttir húsmóðir, f. 1.9. 1891 í Suður-Múlasýslu, d. 1.10. 1926, 35 ára að aldri. Hallgerður átti níu alsystkini og var sú áttunda í röðinni. Hún var á öðru ári þegar móðir hennar lést og fór hún þá í fóstur. Fósturforeldrar voru þau Hallgrímur Schiöth kokkur á Seyðisfirði og Þorgerður Albertsdóttir Schiöth húsmóðir.

Hallgerður giftist Magnúsi Óskari Guðbjartssyni matsveini 20. desember 1942, hann var þá 21 árs en hún 18 ára. Þau höfðu verið gift í 51 ár þegar hann lést 17. október 1994, 73 ára að aldri. Magnús var sonur Guðbjartar Ásgeirssonar matsveins og Herdísar Guðmundsdóttur. Þau bjuggu við Hamarinn í Hafnarfirði. Vel

...