Er ekki rétt að bæta hlut þeirra sem bágir standa með ákvörðun um að verulegum hluta af opinberum eignum skuli deilt til efnaminni landsmanna og þannig fenginn meiri jöfnuður og víðari valddreifing?
Jóhann J. Ólafsson
Jóhann J. Ólafsson

Jóhann J. Ólafsson

Í grein minni sem birtist í Morgunblaðinu 30. júlí sl. fjallaði ég um frelsi og lýðræði og gildi íslensku stjórnarskráarinnar. Í þessari grein fer ég nánar yfir þessi mál.

Í viðbragði við verkbeiðni fyrrverandi forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, til lögfræðinganna Róberts Spanó og Valgerðar Sólnes leggja þau til nýja grein sem bætist við I. 34/1944 VII. kafla stjórnarskrárinnar, nýtt ákvæði um auðlindir, svofellt:

„Auðlindir náttúru Íslands tilheyra íslensku þjóðinni. Þær skal nýta á sjálfbæran og hagkvæman hátt til hagsbóta landsmönnum öllum. Ríkið hefur eftirlit og umsjón með meðferð og nýtingu auðlindanna.

Náttúruauðlindir og landsréttindi sem ekki eru háð einkaeignarrétti eru þjóðareign. Enginn getur fengið

...