Hópur fólks kom saman í vætuveðri á Austurvelli í gær og fylgdust með Höllu Tómasdóttur taka formlega við embætti forseta Íslands en hátíðleg innsetningarathöfn var þar haldin. Eftir mikla úrkomu á höfuðborgarsvæðinu hafði blessunarlega stytt upp…
Bless! Fráfarandi forseti var glaður í bragði er hann mætti í þinghúsið.
Bless! Fráfarandi forseti var glaður í bragði er hann mætti í þinghúsið. — Morgunblaðið/Eyþór

Agnar Már Másson

agnarmar@mbl.is

Hópur fólks kom saman í vætuveðri á Austurvelli í gær og fylgdust með Höllu Tómasdóttur taka formlega við embætti forseta Íslands en hátíðleg innsetningarathöfn var þar haldin. Eftir mikla úrkomu á höfuðborgarsvæðinu hafði blessunarlega stytt upp rétt áður en athöfnin hófst, eins og nýr forseti minntist á í sínu fyrsta ávarpi til Íslendinga er hún veifaði fólkinu frá svölum Alþingishússins.

Stuttu áður en athöfnin hófst bar fráfarandi forsetahjón að Alþingishúsinu, Guðna Th. Jóhannesson og Elizu Reid, sem voru glöð í bragði. Athöfnin hófst skömmu síðar þegar gestir gengu til helgistundar í Dómkirkjunni með Höllu og Birgi Ármannsson þingforseta í broddi fylkingar. Við Dómkirkjunnar dyr beið röð blaðaljósmyndara sem virtust ólmir í að fanga þessa sögulegu stund á filmu og á

...