„Ég stend hér í dag með hjartað fullt af þakklæti fyrir það traust sem mér og okkur hjónum hefur verið sýnt og þann stuðning sem við höfum notið um allt land,“ sagði Halla Tómasdóttir, sjöundi forseti lýðveldisins, er hún ávarpaði…
Alþingi Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis rétti Höllu penna til að skrifa undir drengskaparheit.
Alþingi Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis rétti Höllu penna til að skrifa undir drengskaparheit. — Morgunblaðið/Eyþór

Inga Þóra Pálsdóttir

Sveinn Valfells

Ellen Geirsdóttir Håkansson

„Ég stend hér í dag með hjartað fullt af þakklæti fyrir það traust sem mér og okkur hjónum hefur verið sýnt og þann stuðning sem við höfum notið um allt land,“ sagði Halla Tómasdóttir, sjöundi forseti lýðveldisins, er hún ávarpaði þjóðina inni í þingsal skömmu eftir að hafa ritað undir drengskaparheit í gær.

Hún þakkaði foreldrum sínum, kjarkmiklum konum sem voru henni fyrirmyndir og seiglu og vinnu fyrri kynslóða.

„Mér er ljós sú mikla ábyrgð sem ég tekst á hendur og mun leggja mig alla fram um að vinna landi og þjóð það gagn sem ég má,“ sagði Halla, en þá þakkaði hún einnig sérstaklega forverum sínum fyrir þeirra störf í þágu

...