Sveinn Rúnar Hauksson
Sveinn Rúnar Hauksson

Viðbrögð við vígi Ismails Hanyeh eru með ýmsu móti, en í fréttum er iðulega talað um hann sem „stjórnmálaleiðtoga Hamas“ líkt og hann hafi haft lýðræðislegt umboð. Hamas hafa haldið Gasa í heljargreipum án kosninga allt frá 2006.

Skrýtnari eru þó eftirmæli vina hans í villtasta vinstrinu á Íslandi. Sveinn Rúnar Hauksson, fv. formaður Íslands-Palestínu, kynntist honum og lýsir sem kurteisum og góðum manni. „Það er sorg að þessi góði maður og leiðtogi, einn helst leiðtogi Palestínumanna í baráttu fyrir friði og frelsi, skuli hafa verið myrtur.“

Fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar, Viðar Þorsteinsson, lýsti Hanieyh sem hófsömum lýðræðisvini og friðarsinna, sem miklu áorkaði: „Gagnárásin 7. október 2023 var síðasta meiriháttar pólitíska og hernaðarlega aðgerð Hamas í valdatíð Haniyeh.“ Hann bar ekki

...