Jóhanna Helga Oliversdóttir fæddist 2. júní 1945. Hún lést 5. júlí 2024.

Útför fór fram 17. júlí 2024.

Það var skrítin tilfinning og margt sem fór í gegnum huga minn þegar mér bárust þær fréttir að æskuvinkona mín væri látin. Við vorum aðeins sjö ára þegar við kynntumst þegar við byrjuðum saman í barnaskóla Ólafsvíkur. Við sátum alltaf saman alla skólagöngu okkar og vináttan hélst áfram alla tíð. Við unnum saman og síðan fórum við í Kvennaskólann á Blönduósi þar sem við vorum saman í einn ógleymanlegan vetur. Í Kvennaskólanum eignuðust við hóp af skólasystrum og vinkonum, en sá hópur er sérstakur og höfum við hist fyrst á fimm ára fresti og síðan oftar núna seinni árin og alltaf jafn gaman að hittast, kátar og hressar. Aldrei bjuggum við Jóhanna það langt hvor frá annarri að við gætum ekki hist við og við til að spjalla saman, og

...