Mætt Sara Björk var kynnt til sögunnar hjá Qadsiah í gær.
Mætt Sara Björk var kynnt til sögunnar hjá Qadsiah í gær. — Ljósmynd/Al Qadsiah

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, er komin til Sádi-Arabíu og mun leika fyrst íslenskra knattspyrnumanna með félagsliði þar í landi.

Hún gekk í gær til liðs við Al-Qadsiah sem er frá borginni Khobar, hafnarborg við Persaflóann, skammt norðan við Barein og Katar.

Al-Qadsiah hafnaði í fjórða sæti af átta liðum í deildinni síðasta vetur en það var aðeins annað tímabil félagsins og það fyrsta í efstu deild, en aðeins hefur verið keppt um meistaratitil kvenna í Sádi-Arabíu í fjögur ár. Nú hefur liðunum verið fjölgað í tíu og þau leika 18 leiki á komandi tímabili sem hefst í byrjun október.

Félagið var með átta erlenda leikmenn í sínum röðum á síðasta tímabili og tvær af þeim hafa leikið á Íslandi. Zaneta Wyne frá Bandaríkjunum, sem lék með

...