Hátíð Heimiliskonur á Grund settu upp slæður og klúta fyrir innsetningarathöfnina.
Hátíð Heimiliskonur á Grund settu upp slæður og klúta fyrir innsetningarathöfnina. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Heimilismenn hjúkrunarheimila fylgdust með innsetningarathöfn Höllu Tómasdóttur í gær.

Á Grund í Vesturbæ voru bakaðar vöfflur og heimiliskonur settu upp klúta til heiðurs Höllu. Í gærmorgun kom kona á heimilið með fullan poka af klútum til að gefa heimiliskonunum.

„Heimiliskonur kunnu svo sannarlega að meta alla þessa fallegu klúta sem velgjörðarkona heimilisins kom og gaf okkur,“ segir Guðbjörg R. Guðmundsdóttir, verkefnastjóri á Grund. Á Hrafnistu við Sléttuveg var haldið sumargrill. Þar báru heimiliskonur einnig klúta í tilefni dagsins.