Arnar Grétarsson
Arnar Grétarsson

Knattspyrnudeild Vals sagði í gærkvöld Arnari Grétarssyni, þjálfara karlaliðs félagsins, upp störfum en hann hafði stýrt því frá lokum tímabilsins 2022.

Srdjan Tufegdzic, Túfa, hefur verið ráðinn í hans stað til þriggja ára. Hann var áður aðstoðarþjálfari Vals 2020-’21, þar áður þjálfari Grindavíkur og KA, og síðustu ár hefur hann stýrt liðum Öster og Skövde AIK í Svíþjóð.

Börkur Eðvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, sagði í yfirlýsingu sem félagið birti á ellefta tímanum í gærkvöld að Arnar hefði ekki verið á réttri leið með liðið og því hefði þessi ákvörðun verið tekin.

Valsmenn eru í þriðja sæti Bestu deildar karla, átta stigum á eftir Víkingum. Þeir féllu út gegn KA í undanúrslitum bikarsins og féllu út úr undankeppni Sambandsdeildar gegn St. Mirren í gærkvöld.