Mokka kaffi Innilegar hamingjuóskir með afmælisdaginn ★★★★· Hildigunnur Birgisdóttir. Sýningin stendur til 14. ágúst 2024. Opið alla daga milli kl. 09 og 18.
Mokka Það getur reynst viss áskorun að teygja sig yfir kaffihúsagesti til þess að rýna í verk Hildigunnar.
Mokka Það getur reynst viss áskorun að teygja sig yfir kaffihúsagesti til þess að rýna í verk Hildigunnar. — Ljósmyndir/María Margrét Jóhannsdóttir

Myndlist

María Margrét Jóhannsdóttir

Klisjur um kynjahlutverk eru í brennidepli á sýningu Hildigunnar Birgisdóttur sem ber heitið Innilegar hamingjuóskir með afmælisdaginn og stendur nú yfir í kaffihúsinu Mokka við Skólavörðustíg.

Sýningin lætur lítið yfir sér. Um er að ræða 15 vatnslitaverk og úr fjarlægð virkar hvert verk sem einn afar smár kassi á annars auðum, hvítum myndfleti. Stóru, hvítu fletirnir á annars dökkbrúnum veggjum Mokka fanga augað og smæð sjálfra myndanna fær mann til að koma nær. Þá kemur í ljós að kassinn er í raun afar smágerð og fínleg vatnslitamynd af, að því er virðist, tilviljanakenndum hlutum á borð við rauðvínsflösku, bækur, tölvur, belti, bindi, fótboltamynd og pálmatré.

Ósmekklegt afmæliskort Jysk

...