90 ára Jenný fæddist í Reykjavík 4. ágúst 1934 og hún fagnar 90 ára afmælisdeginum á morgun. Jenný ólst upp á Skólavörðustíg, Ljósvallagötu og loks í Miðtúni. Foreldrar hennar voru Bjarni Jóhannesson, sem rak bifreiðastöðina Bifröst, og Hólmfríður…

90 ára Jenný fæddist í Reykjavík 4. ágúst 1934 og hún fagnar 90 ára afmælisdeginum á morgun. Jenný ólst upp á Skólavörðustíg, Ljósvallagötu og loks í Miðtúni.

Foreldrar hennar voru Bjarni Jóhannesson, sem rak bifreiðastöðina Bifröst, og Hólmfríður (Fríða) Lovísa Ólafsdóttir húsfrú, sem bæði létust 1967. Systir Jennýjar er Katrín Bára Bjarnadóttir, fædd 1943, en fyrsta barn Bjarna og Fríðu, drengur, lést í fæðingu.

Jenný bjó stærstan hluta uppvaxtarins í Miðtúni með foreldrum sínum og Katrínu systur sinni. Á afmælisdaginn sinn þann 4. ágúst árið 1956, giftist hún Ingvari Magnússyni og hófu þau búskap í kjallaranum í Miðtúni þar sem þau bjuggu sín fyrstu hjúskaparár.

Árið 1966 fluttu Jenný og Ingvar í tvíbýlishús við Nýbýlaveg í Kópavogi sem þau

...